Það er ekki á hverjum degi sem íslenskt leikhúsfólk fagnar sjö tilnefningum til Tony verðlaunanna bandarísku sem er Óskarinn í leikhúsgeiranum þar vestra.
Það gerðu aðstandendur Leikhúsmógúlsins, Theater Mogul, á Matbarnum við Hverfisögu í gær.
Leikhúsmógúllinn setti um söngleikinn Groundhog Day í London sem fékk þar fínar viðtökur og leiddi til þess að verkið var flutt yfir hafið á Broadway í New York og hefur nú skilað sér í sjö tilnefningar til Tony verðlaunanna sem er einstakt þegar Íslendingar eru annars vegar.
Að baki Leikhúsmógúlnum standa systkynin Ókar, Signý og Sigyn, faðir þeirra, Eiríkur Óskarsson, eiginmaður Signýjar, Jón Tryggvason og fleiri.