Jónas Sigurgeirsson bókaútgefandi og eiginmaður Rósu Guðbjartsdóttir, sem stjórnar Hafnarfjarðarbæ, er í Kóreu með félaga sínum, Hannesi Hólmsteini Gissurarsyni, og þeir sáu ekki marga fugla á ferðalaginu því búið var að éta þá flesta:
“Ógleymanleg ferð að landamærum Norður-Kóreu að baki. Fróðlegt að berja augum land þar sem íbúarnir eru „eign“ fjölskyldufyrirtækis/glæpasamtaka/mafíu. Landsframleiðsla Norður-Kóreu er nálega sú sama og Íslands, þar búa þó 75 sinnum fleiri. Í Suður-Kóreu er fólk umtalsvert hávaxnara þótt um sömu þjóð sé að ræða – munar allt að 10 cm í sumum árgöngum (og þeir eru litlir fyrir). Ef myndin prentast vel má sjá Norður-Kóreu í fjarska bak við mig. Þar er fátt um skóga enda sífelldur skortur á eldivið og fuglalíf nánast ekkert þar sem búið er að veiða þá og éta.”