Sala á minjagripum er verulega að dragast saman eins og fram kom í frétt hér og undir það tekur Guðrún Eyjólfsdóttir sem rekið hefur tvær verslanir fyrir ferðamenn í tveimur löndum í 20 ár, eina á Grænlandi um tíma og og aðra í Reykjavík síðustu tíu ár. Hún telur að selfí-myndatökur komi nú í stað minjagripa hjá túristum:
“Hegðun ferðamanna er að breytast – ekki bara hér. Núna eru “selfies” aðal málið en ekki að kaupa hluti í framandi löndum. Því er það svo að þó að sala dreifist á milli margra söluaðila, þá fer hún samt sem áður minnkandi og þetta mun hafa dominoáhrif á flest annað hér í samfélaginu,” segir Guðrún sem veit hvað hún syngur í þessum efnum.