Nýju LED-ljósaperurnar sem eiga að vera orkusparandi og eru sannarlega útbreiddar geta valdið hausverk vegna flökts í ljósi sem sést ekki en er samt.
Perurnar geta valdið slappleika og hreinlega verkjum 20 mínútum eftir að kveikt er á þeim vegna þessa flökkts.
Arnold Wilkins sálfræðiprófessor í háskólanum í Essex segir flöktið í LED miklu meira en í eldri perum:
Þegar venjulegar flúrósentperur, eins og algengar eru á skrifstofum, flökta 35 prósent flöktir LED-pera 100 prósent sem þýðir að hún kveikir og slökkvir á sér hundrað sinnum á sekúndu.