Undir trénu, nýjasta kvikmynd Hafsteins Gunnars Sigurðssonar, sem að mestu var tekin upp í Hvassaleiti í austurhluta Reykjavíkur, hefur verið valin til þátttöku á Toronto kvikmyndahátíðinni í Kanada. Myndin mun taka þátt í Contemporary World Cinema hluta hátíðarinnar. Hátíðin fer fram frá 7. til 17. september.
Nýverið var tilkynnt um heimsfrumsýningu á Undir trénu í Orrizonti keppni kvikmyndahátíðarinnar í Feneyjum, sem fer fram frá 30. ágúst – 9. september.
Myndin verður frumsýnd hérlendis þann 6. september.