Reykvísk kona sem gerði stórinnkaup í Magasin du Nord í Kaupmannahöfn fyrr í vikunni brá í brún þegar hún tók upp úr töskunum við heimkomuna því hlýrabolur sem hún hafði keypt var enn með þjófavörn.
Konan kann enga skýringu á þessu og undrast mest að öryggishlið stórverslunarinnar hafi ekki pípt á hana við útgöngu en verst er þó að hún nær þjófavörninni ekki af og veigrar sér við að fara í tískuverslun í Reykjavík og biðja afgreiðslufólk þar að fjarlægja hana.
“Þá lítur út fyrir að ég hafi stolið þessu sem ég gerði ekki,” segir hún ráðþrota.