Fréttaritari á faraldsfæti
—
Erlendur hjólahópur var fyrir nokkru á ferðinni víða á Norð – Austurlandi og e.t.v. víðar. Þetta voru einir 30-40 hjólreiðamenn sem fóru um landið í þremur hópum með litlu millibili. Víða urðu umferðartafir af völdum þeirra , því þeir hjóluðu 3-4 samsiða og tóku því alla akbrautina í aðra áttina, og fóru stundum yfir á rangan helming.
Þetta háttalag er auðvitað alveg óþolandi, segir fréttaritari okkar á hringveginum, því auðvitað áttu þeir að hjóla í einfaldri röð, en ekki margir samsíða. Ekki varð fréttaritari okkar var við að lögreglan gerði neinar athugasemdir við þetta háttalag, og fóru hjólreiðamennirnir þó um Akureyri.
Kannski eru bara engar reglur um þetta, en allavega tafði þetta för margra, og þá sérstaklega stórra hópferðabíla sem ekki gátu skotist fram fyrir hópinn eins og t.d. hér á myndinni sem tekin var rétt ofan við Reykjahlíð við Mývatn.