Gunnar Þorsteinsson, lengst af kenndur við Krossinn, á síma sem hann talar við.
Þegar Gunnar ætlar að hringja segir hann nafn viðkomandi upphátt við símann sem þá hringir. Gallinn er sá að síminn hringir yfirleitt á rangan aðila því hann skilur Gunnar ekki nógu vel.
Gunnar reynir að ráða bót á þessu en finnur ekki gallann því rödd hans er hljómmikill og skýr og á því að skila sér alla leið.