Úr ársfjórðungsritinu Hrepparíg á aðventunni:
—
Ísbjörg ritari hefur farið fram á lögbann vegna meintrar innrætingar í jólasöngnum “Adam átti syni sjö”.
1. Hvergi minnst á Evu. Jafnréttisstofa rannsaki.
2. Átti hann 7 syni með Evu og 7 utan hjónabands? Jafnvel 14, sinn með hverri. Var meðlag greitt? Sýslumaður rannsaki.
3. Hvað var maðurinn alltaf að rækta um hávetur? Fyrst hann lét eins og jólatré, stappaði fótum og snérist í hring, vaknar grunur um ólöglega ræktun. Fíknó rannsaki.
4. Barnarverndarstofa fær jólafri. Adam virðist hafa elskað allan hópinn.
Niðurstöðu er að vænta fyrir jólin 2016. Hvorki hefur náðst í Adam né Evu við vinnslu fréttarinnar. Ekki heldur Kalmann oddvita, Hann var fullur í fundarsal og íhugaði forsetaframboð.