Guðmundur Franklín Jónsson, stofnandi Hægri grænna, gefur stjórnmálamönnum heimsins á kjaftinn í stuttri greiningu á efnahagsástandinu sem skrifuð var á skrifstofu hótelstjórans á Hoel Klippen á Bornholm snemma í morgun en þar starfar Guðmundur Franklín nú:
—
Fjármálaheimurinn er að fara fjandans til, þökk sé gamaldags spilltum pólitíkusum sem eru að skipta sér af markaðnum.
Öll efnahagsleg áhrif sem eiga rætur sínar að rekja til efnahagslega ákvarðana hafa óútreiknanleg áhrif á einstaklinga og gjörðir þeirra.
Verðmæti eru aldrei til staðar í hlutum, heldur í hugum einstaklinga sem kunna að meta þau.
Viðskipti eiga sér einfaldlega stað þegar kaupandi og seljandi sannmælast um verð og þeir meta hlutinn hver með sínu nefi.
Markaðir stýra vörum til þeirra sem borga hæsta verðið.
Íhlutun stjórnvalda og stefnumistök, eins og verðbólga, vaxtaákvarðanir, skattahækkanir og önnur inngrip o.s.frv. ruglar flóknar hefðir og reglur og framleiðir öfugsnúinn árangur.