Quantcast
Channel: Eiríkur Jónsson » Langar fréttir
Viewing all articles
Browse latest Browse all 2053

VIGTAÐI ÁLEGGIÐ – SNUÐAÐUR

$
0
0

 

Friðrik Höskuldsson hjá Landhelgisgæslunni er með augun opin þegar hann fer í matvöruverslanir og ekki síður þegar hann er kominn heim. Hér er umhugsarverð skýrsla frá honum:

Nú er það komið á daginn sem ég varaði við upp úr áramótum. Þá sendi ég ykkur línu eftir að verðmerkingar á áleggsbréfum væru orðnar heldur skrítnar. Allar umbúðir jafn þungar, ef þið munið.

Nú var ég að koma úr verslunarferð og af stráksskap mínum ákvað ég nú að vigta vörurnar þegar ég kæmi heim. Er búinn að sitja við það núna, og er alveg hreint furðulostinn yfir útkomunni.

Eins og þið sjáið hér að neðan, í töflunni sem ég setti upp, eru nánast allar íslenskar vörur undir uppgefinni vigt, allt nema Ora maísbaunirnar. En lítið á neðri hluta listans þar sem ég tek erlendu vörurnar sér. Þær ná allar vigt og gott betur margar hverjar.

Ef ég reikna vörurnar í verð pr. gramm miðað við strimil og og uppgefin kílóverð þá er munurinn svakalegur í krónu. Samkvæmt þessu var ég snuðaður um 1421.- krónu á íslensku vörunum, en fékk þó 546.- krónur til baka af þeim erlendu.

Það er eitthvað alvarlegt orðið að í þessu samfélagi. Hér komast menn orðið upp með að gefa upp rangar þyngdir svo talsverðu munar á íslenskum vörum, en geta ekki logið neinu með þær erlendu.

Endilega vekjið máls á þessu við þartilbæra. Það er verið að snuða okkur svakalega.


Viewing all articles
Browse latest Browse all 2053