Frá fréttaritara í Hafnarfirði:
Steingrímur Bjarni Erlingsson – Denni – hefur vakið athygli í töluverðan tíma. Var nýlega rekinn frá Fáfni, en hann á enn 21% í félaginu. Bjarni Ármanns lét reka hann. Denni var góður í fótbolta og handbolta, lék með FH, gríðarlegt efni, en hætti snemma og fór á sjóinn, og er ævintýramaður með afar stóra drauma og ekki af efnafólki kominn. Hann var líka ungur í hljómsveitinni Foringjarnir, lék á bassa. Hann ólst upp í þessu húsi, Arnarhrauni 20 í Hafnarfirði, á neðstu hæðinni, íbúðinni hægra megin.