Kántrí-rokkarinn Johnny King treður upp á Texasborgurum við Grandagarð sunnudaginn 13. mars kl. 15. Kóngurinn flytur eigin lög og annarra ásamt gestaspilurum og söngvurum.
Magnús veitingamaður í Texasborgurum segir frábært fyrir fólk að skella sér með vinunum eða fjölskyldunni í sunnudagsbíltúr út á Granda og tékka á Johnny King og Texastilboðum dagsins:
Texas-ostborgari með frönskum og gosi – 1390 kr.
Nautalundaborgari með frönskum, laukstráum og bernaise – 1.690 kr.
Lúxus-humarpítsa með humri, rauðlauk, papriku og hvítlauk – 1.990 kr.
__________________________________________________________
Stefnt er að því að tónleikar verði fastur liður á Texasborgurum síðdegis á sunnudögum. Frítt inn.