Frá fréttaritara á símstöðinni:
—
Símaskráin kemur nú út á prenti í síðasta sinn.
Af því tilefni er ekki úr vegi að rifja upp eina eftirminnilegustu baksíðu símaskrárinnar, auglýsingu Kaupþings árið 2007.
Sjálfur John Cleese mættur sem talsmaður útrásarvíkinganna. Tær snilld og allt það. Glensinu lauk svo árið eftir.
En símanúmerið virkar enn.
Þessi baksíða hefur verið römmuð inn og hengd upp á vegg, öðrum til viðvörunar.