LoveStar, eftir Andra Snæ Magnason, er besta og hugmyndaríkasta erlenda vísindaskáldsagan sem komið hefur út í Frakklandi síðustu 12 mánuði, að mati dómnefndar Grand Prix de l’Imaginaire.
Grand Prix de l‘Imaginaire eru elstu bókmenntaverðlaun Frakklands sem enn eru við lýði. Þau voru stofnuð 1974, starfa sjálfstætt og eru veitt í 10 flokkum, og hlýtur Andri Snær Magnason þau í flokki þýddra skáldsagna.
Orðið „Imaginaire“ í nafni verðlaunanna vísar til ímyndunaraflsins og sköpunargleðinnar, vísindaskáldsagna, fantasía og furðubókmennta . Meðal tilnefndra höfunda í þetta sinn eru China Miéville, Ann Leckie og Michel Faber, en verðlaunin hafa áður fengið höfundar á borð við Kim Stanley Robinson, China Miéville, Orson Scott Card, Neal Stephenson og Clive Barker.
Verðlaunin verða veitt við hátíðlega athöfn á Étonnants Voyageurs hátíðinni í Saint-Malo næstkomandi sunnudag, 15. maí, kl. 18.00