Maggi Texasborgari sá um veitingarnar á uppskeruhátíð bardagamannsins Gunnars Nelson í gær og var ánægður með:
“Kallin var á staðnum að grilla fyrir Gunnar Nelson og vini hans sem voru að halda upp á nýjasta sigurinn í bardagaheiminum. Ég fékk að standa á frægu spítunni í garðinum ásamt stuðningsmönnum hans og Gunnar og félagar keyptu hattinn minn á 100.000 krónur en hann er handsmíðaður á Ítalíu og er sami hattur og Bill the Butcher var með í kvikmyndinni Gangs of New York. Þarna var mikið grín og vín.”