Undur og stórmerki gerast í tónlistarlífinu. Jónas R Jónsson, poppstjarna tveggja ef ekki þriggja kynslóða, snýr aftur á Rósenberg eftir nokkra daga; 10 . júní:
Smá rokk, smá jass, smá soul en umfram allt góð tónlist í góðum gír. Eftir farsælan feril með Flowers, Náttúru og Brimkló stígur Jónas aftur á svið eftir 40 ára hlé. Í Bandinu eru Gunnar Hrafnsson á bassa, Gunnar Þórðarson á gítar, Hjörtur Ingvi Jóhannsson á hljómborð og Scott Mclemore á trommur. Söngraddir: Fanný Kristín Tryggvadóttir, Gísli Magni Sigríðarson og Þóra Gísladóttir.
Miðasala hefst á miðvikudaginn 25. maí kl. 10:00.