Breskir fjölmiðlar greina frá því í dag að knattspyrnugoðið David Beckham hafi gefið heimilislausum manni Búlluborgara og bjór þegar hann kom út af ensku útgáfunni af Hamborgarabúllunni í Kings Road í Chelsea.
Beckham er tíður gestur á bresku Búllunni og þarna var hann að taka borgara og bjór með sér heim en manngæsku hans er viðbrugðið og þegar sá heimilislausi varð á vegi hans afhenti Beckham honum borgarann og bætti um betur með því að draga bjórinn upp úr jakkavasanum og láta hann fylgja með.
Málið hefur vakið athygli í breskum fjölmiðum – smellið!