Frægt var þegar Andri Snær Magnason kynnti forsetaframboð sitt í Þjóðleikhúsinu og þótti staðsetningin sérstök. Í gær var hann svo framsögumaður á fundi um framtíð lýðræðis í Borgarleikhúsinu sem Katrín Oddsdóttir lögmaður stóð fyrir með öðrum og það hafa verið hæg heimatökin að fá leikhúsið undir fundinn því Katrín er eiginkona leikhússtjórans, Kristínar Eysteinsdóttur.
Pétur Fjeldsted tók skemmtilegar myndir á fundinum og lýsir honum þannig:
“Ég var svo heppinn að fá að fylgjast með undirbúningi fundar um framtíð lýðræðis, sem haldinn var í Borgarleikhúsinu í dag. Þar fékk ég tækifæri til þess að aðstoða það góða fólk, sem að fundinum stóð. Katrín Oddsdóttir fær hrós fyrir að standa vel að undirbúningi og skipulagninu fundarinns. Fjöldi aðila kom þar við sögu sömuleiðis. Framlag allra til fyrirmyndar. Ánægjulegt að fá að vera hluti af þeim hóp.”
Sjá myndir á Facebooksíðu Péturs Fjeldsted.