Frá umhverfis – og fegrunardeildinni:
Alheimsfegurðardrottningin Linda Pétursdóttir er í vondum félagsskap þessa dagana, framan á hornhúsinu við Brautarholt og Nóatún.
Þar blasir við stærðar veggspjald með mynd af hinni forkunnarfögru drottningu en allt um kring er ömurlegt veggjakrot sem á bara heima í versta slömmi. Þetta er vondur félagsskapur fyrir glæsilega konu.
Veggspjaldið er frá þeim tíma þegar Linda rak Baðhúsið í Brautarholti. Þaðan flutti hún reksturinn fyrir margt löngu en af einhverjum ástæðum varð veggspjaldið eftir.
Eigendur hússins sjá bersýnilega ekki sóma sinn í því að mála yfir veggjakrotið, en það væri þá lágmark að þeir tækju niður veggspjaldið með fegurðardísinni. Hún á ekki heima í þessum félagsskap.