Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri á Sögu, féll fyrir og heillaðist algjörleg af söngvaraanum Cliff Richard þegar hún hitti hann fyrir mörgum árum þegar hún við við fjölmiðlanmám í Noregi. Tók Arnþrúður viðtöl við Cliff og gleymir því aldrei:
“Fyrsta myndin sem ég sá í kvikmyndahúsi var Summer Holiday þar sem Cliff var í aðalhlutverki en þá var ég aðeins 12 ára. Það var því mjörg sérstök upplifun að hitta hann í eigin persónu 20 árum síðar. Hann er fallegur á hvíta tjaldinu en miklu flottari augliti til auglitis og skemmtilegur maður,” segir Arnþrúður em geymir vel ljósmynd sem tekin var af þeim Cliff saman.
Cliff Richard er nú 75 ára og býr til skiptis á Barbados og í Portúgal, líklega af skattalegum ástæðum. Fyrir nokkrum árum var hann ásakaður um alvarlegt kynferðisbrot sem hann mótmælti kröftulega og aldrei var ákæra gefin út.