Athafnamaðurinn Skúli Mogensen hefur keypt lúxusvillu við Steinavör á Seltjarnarnesi og gerði það með því að toppa tilboð stórleikarans Ben Stiller sem einnig hafði sýnt því áhuga á meðan hann var staddur hér á landi við kvikmyndaleik.
Húsið er 570 fermetrar og Skúli ætlar að stækka það i 610 fermetra með því að fjarlægja svalir á suðurhlið hússins, sem eru eitt helsta sérkenni þess, en stækka þess í stað gólfflöt neðri hæðar og byggja stóra verönd á efri hæðinni. Húsið er nú rétt tilbúið undir tréverk.
Steinavör á Seltjarnarnesi er einn eftirsóttasti íbúðastaður á höfuðborgarsvæðinu og dýr eftir því. Væntanlegir nágrannar Skúla eru læknar, prófessorar, flugstjórar og flugfreyjur.