Bannað er að ræða málefni Landeyjarhafnar og Herjólf á kaffistofu bæjarskrifstofunnar í Vestmannaeyjum. Sé það gert er beitt sekt sem rennur í starfsmannasjóð.
Ástæðan er sú að Elliði Vignisson bæjarstjóri er orðinn svo leiður á umræðunni að hann þolir ekki að heyra á þetta minnst.
Aðgerðin mun vera að breiðast út á aðrar kaffistofur í Vestmannaeyjabæ.