Quantcast
Channel: Eiríkur Jónsson » Langar fréttir
Viewing all articles
Browse latest Browse all 2053

HEILBRIGÐIR BISNISSMENN

$
0
0

Eva Rós nuddar í Orange.

Orange Project leigir út fullbúnar skrifstofur með öllum tengingum á vel völdum stöðum í Reykjavík og eru nú komnir til Akureyrar með sömu hugmynd. Orangemennirnir telja ekki bara peninga heldur láta sér annt um heilsu viðskiptavina sinna eins og hér má sjá:

Eins og góðir viðskiptavinir og gestir Orange Project vita þá trúum við á að heilbrigð sál í hraustum líkama geti náð hámarks árangri. Frá upphafi hefur verið lögð áhersla á hollustu og heilbrigði hjá Orange.

Við höfum frá fyrsta degi boðið okkar fólki upp á ókeypis ferska ávexti og fyrir nokkrum mánuðum byrjuðum við að bjóða viðskiptavinum okkar, sem og gestum og gangandi, upp á ókeypis YOGA-tíma í hádeginu á fimmtudögum kl 12:12 í Ármúlanum.

Og nú tökum við skrefið enn lengra og verðum með 15 mínútna vinnustaðanudd í Ármúla á fimmtudaginn. Eva Rós Sigurðardóttir, heilsunuddari, verður á staðnum til klukkan 12 og býður upp á nudd á hálsi, herðum og baki. Nuddið kostar hins vegar 2.500 krónur sem er gjöf en ekki gjald. 

Eva Rós Sigurðardóttir, heilsunuddari, lauk námi við Nuddskóla Íslands vorið 2008 og hefur starfað sem nuddari síðan þá. Hún hefur mikið verið í vinnustaðanuddi ásamt því að vera sjálf með nuddstofu og hefur unnið í hlutastarfi á öðrum nuddstofum, m.a. Reykjavík Wellness, Heilsubrunninum og Dong Fang á Hótel Loftleiðum.

Yoga-tímarnir okkar hafa mælst vel fyrir og fólk utan Orange hefur sótt þá stíft og lýst yfir mikilli ánægju með þessa ókeypis þjónustu sem Orange býður öllum sem vilja upp á.


Viewing all articles
Browse latest Browse all 2053