“Er að leita að mannskap í nýja hljómsveit, sem mun bera heitið “Aldnir sjá um fjörið” , segir Sveinn Guðjónsson, lengi blaðamaður á Morgunblaðinu og tónlistarmaður en nú kominn á eftirlaun.
Hugmynd hans hefur fengið góð viðbrögð jafnaldra hans:
“Ég er til,” segir tónlistarmaðurinn Rúnar Þór og undir taka söngkonan Þuríður Sigurðardóttir og kampavínssöngvarinn André Bachmann. Þá er Helgi Pé úr Ríó tríóinu heitur.
Sveinn Guðjónsson gerði garðinn frægan með ýmsum hljómsveitum víða um land en hæst bar Roof Tops sem var eins sú allra vinsælasta um árabil og gaf út hljómplötur með stórsmellum sem enn lifa.