Það var síðasti séns í dag að láta klippa sig hjá Torfa rakara á Hlemmi því hann er að fljúga til Tælands og verður í nokkrar vikur.
—
-Af hverju opnar þú ekki rakarastofu í Tælandi og vinnur þar hálft árið og svo hálft árið hér heima?
- Það er engin bisniss. Klipping þar kostar ekki nema 250 krónur og það eru mest konur í þessu með öðru,” segir rakarinn sem fer alltaf á sama staðinn í Tælandi, Pattaya ströndina, sem er mörgum Íslendingum að góðu kunn.
- Er það staðurinn sem Hemmi Gunn var alltaf á?
- Já.
- Ertu þá fullur þarna?
- Nei, við stofnuðum AA-klúbb þarna í fyrra og vorum ellefu stofnfélagar. Sumum finnst erfitt að fara á erlenda AA-fundi. Þeir skilja ekki allt sem sagt er.”
- En hvað með kellingarnar? Ertu í þeim?
- Kellingar? Þetta eru konur á milli þrítugs og fertugs og maður getur keypt þær út af barnum þar sem þær starfa fyrir tvö þúsund kall og farið í göngutúr, spjallað og út að borða. Mjög notalegt. Svo eru menn líka þarna í Ladyboys.”
-Lazyboy?
- Nei, þú veist, ungir strákar og allt það en það er bara eins og það er.
- Þannig að þú kemur bara heim innan tíðar?
- Ég verð mættur aftur hér á Hlemm eftir tvær vikur,” segir Torfi Geirmundsson hárgreiðslumeistari á Hárhorninu á Hlemmi.