Myndlistarmaðurinn Jón Óskar opnaði sýningu á Tveimur hröfnum á Baldursgötu um helgina og sló heldur betur í gegn; hafði umskapað ýmsa smáhluti, reikninga, riss og nótur í risastór málverk þannig að gestir kiknuðu í hnjánum – og verkin eru verðlögð eftir því.
“Það er bara fyrir stofnanir að kaupa svona verk,” sagði stúlka úr Kjósinni sem átti leið hjá.
“Þetta selst allt að lokum,” svaraði listfræðingur með stjörnur í augunum.
Hér eru svipmyndir frá opnuninni: