Utanríkisráðuneytið hefur óskað eftir 3 milljóna króna framlagi á fjáraukalögum á þessu ári til að standa straum af kostnaði við aðstoðarmann Ólafs Ragnars Grímssonar, fyrrverandi forseta Íslands. Aðstoðarmaðurinn verður í hálfu starfi og á að aðstoða Ólaf vegna ýmissa verkefna sem áfram verða á hans borði.
(Heimild: Ríkisútvarpið)