Samkvæmt traustum heimildum úr innsta hring Framsóknarflokksins verða flokksmenn neyddir til að slíðra sverðin og sættast á Lilju Alfreðsdóttur sem formann með Sigurð Inga sér við hlið sem varaformann. Ella blasir djúpstæður klofningur við sem riðið gæti flokknum að fullu.
Almenn sátt er um Lilju og nýtur hún vinsælda og virðingar langt út fyrir raðir framsóknarmanna. En til að hún geti unnið flokki sínum það gagn sem þarf og flokkurinn að eiga möguleika á að komast í ríkisstjórn verður Lilja að ná kjöri sem þingmaður Reykvíkinga en það er talið vonlítið ef ekki vonlaust verði Sigmundur Davíð áfram formaður flokksins.
Plan B er að snúa dæminu við og gera Sigurð Inga að formanni og Lilju að varaformanni og er það talið gera sama gagn.
Að þessu er unnið af kappi í ólgusjó innanflokksátaka í Framsón sem eru nánast án hliðstæðu.