Quantcast
Channel: Eiríkur Jónsson » Langar fréttir
Viewing all articles
Browse latest Browse all 2053

KENNIR ÞUNGLYNDUM AÐ SKRIFA SIG TIL VONAR

$
0
0

Getur það hjálpað einstaklingum að skrifa sig frá erfiðum tilfinningum? Svo er spurt í auglýsingu frá Heilsustofnun Íslands um helgarnámskeið frá föstudegi til sunnudags þar sem rithöfundurinn Steinunn Sigurðardóttir leiðir þátttakendur í að nálgast skapandi skriflega lýsingu á andlegri líðan. Hópeflið og aðferðin er nýtt til að finna nýjar leiðir að bættri líðan.

Innifalið er ljúffengur og hollur matur, gisting í tvær nætur, fræðsla og hóptímar, slökun, aðgangur að sundlaugum/baðhúsi og líkamsrækt. Unnið verður með texta sem þátttakendur skrifa í tímum og með texta sem þátttakendur velja eftir aðra höfunda. Ætlunin er að reyna að nálgast skapandi skriflega lýsingu á líðan í depurð og svo að sjá þessa líðan utanfrá. Hugmyndin er að skapa uppbyggjandi dínamík hjá einstaklingum sem glíma við þunglyndisdrauginn, í þeirri von að hópeflið og aðferðin gæti stuðlað að því að finna nýjar leiðir að bættri líðan.

Fyrir fyrsta tíma hafa þátttakendur valið sér sér eitt uppáhalds sorgarljóð eða þjáningarljóð sem er svo unnið með.

Verð 59.000 kr. á mann.


Viewing all articles
Browse latest Browse all 2053