Það sem vantaði í Kastljós kvöldsins hjá Ríkissjónvarpinu þar sem fjallað var um játningar Sturlu Pálssonar starfsmanns Seðlabankans um afdrifaríka sólarhringa fyrir hrunið og þá sérstaklega að hann hafi spjallað við eiginkonu sína um væntanlegt fall bankana áður en þeir féllu – er þetta:
Helga Jónsdóttir, eiginkona Sturlu, er náfrænka Bjarna Benediktssonar fjármálaráðherra, þau eru systkinabörn. Móðir hennar, og tengdamóðir Sturlu, er Guðrún Sveinsdóttir systir Benedikts Sveinssonar föður Bjarna Ben formanns Sjálfstæðisflokksins.
Tekið var til þess að Kastljósþættinum að í yfirheyrslum hafi Sturla lýst áhyggjum sínum yfir því að neyðarlög hefðu ekki verið sett strax og ljóst var að bankarnir myndu falla heldur beðið í sólarhring og fallnir bankar hafðir opnir á mánudegi eftir fordæmalausa helgi fyrir grandalausa viðskiptavini.
Hér er því ekki haldið fram að Helga, eiginkona Sturlu, hafi sagt frændfólki sínu af Engeyjarættinni frá því hvað væri í vændum innan sólarhrings. En hún hefði getað gert það og þarna var mikið undir hjá einni voldugustu ætt landsins.
Tengdaforeldrar Sturlu, Guðrún Sveinsdóttir lögfræðingur og Jón B. Stefánsson verkfræðingur, reka ferðaþjónustu fyrir austan sem vel er af látið, Silfurberg í Breiðdal, og Helga dóttir þeirra og Bjarni Ben voru saman í lögfræðinni í Háskóla Íslands á sínum tíma. Nú eru Helga og Bjarni nágrannar á Flötunum í Garðabæ.