Börn Ásgeirs heitins Davíðssonar, Geira á Goldfinger eins og hann var jafnan nefndur, hyggjast gefa út bók með sögum af föður sínum sem eru margar til og skrautlegar.
Það er Helgi sonur Geira sem sendir út þessi skilaboð:
Við erum að fara að láta skrifa bók sem ber heitið “Sögur af Geira á Goldfinger”. Við höfum heyrt svo margar skemmtilegar sögur frá allskonar fólki og ætlum að festa þær í bók.
Ef þú hefur skemtilega sögu að segja af honum eða þekkir eithvern sem kann góða sögu þá máttu endilega senda mér símanúmer í einkaskilaboðum, eða bara skrifa söguna til mín í einkaskilaboðum. Það væri gaman að fá sögur frá uppeldisárum og alveg til síðustu ára. Sögurnar mega vera undir nafnleynd eða undir nafni.
Kveðja Helgi
—