—
Nú í aðdraganda kosninga eru frambjóðendur brosandi út að eyrum, og ekki síst þeir hjá Vinstri grænum, eins og sjá má á strætisvagnaskýlum víða um borgina.
Mörgum kemur þó spánskt fyrir sjónir hve Svandís Svavarsdóttir er brosmild á þessum auglýsingum því sjónvarpsáhorfendur eru ekki vanir að sjá hana brosa mikið í ræðustól Alþingis.
Hún á reyndar metið í þrasinu undir dagskrárliðnum “fundarstjórn forseta”, og vegfarendur þekkja hana betur sem slíka en brosandi frambjóðanda.