Ríkisstjórnarmyndun er snúin og svo gæti farið að Framsóknarflokkurinn gæti leyst málið með því að vera með. En í herbúðum þeirra ríkir ótti eins og heyra má þegar Guðfinna Jóh. Guðmundsdóttir borgarfulltrúi Framsóknar í Reykjavík segir:
“Þar sem Sjálfstæðisflokkur, Björt framtíð og Viðreisn myndu tæplega þora að fara í ríkisstjórn með 32 þingmenn er núna rætt að þetta verði ríkisstjórnin með stuðningi Framsóknarflokksins. Ég ætla að vona að það sé enginn að hugsa um slíkt í flokknum.”