Quantcast
Channel: Eiríkur Jónsson » Langar fréttir
Viewing all articles
Browse latest Browse all 2053

FERÐAMÁLARÁÐHERRA HANDAN HORNSINS

$
0
0
Það stefnir í tvær milljónir ferðamanna á næsta ári og ferðaþjónustan er orðin stærsta atvinnugrein landsins. Það skyldi því engan furða að fyrir kosningarnar hafi margir talað um þörf fyrir sérstakan ferðamálaráðherra.

 

Á stjórnmálafundum sem Samtök ferðaþjónustunnar héldu í kjördæmunum lýstu margir frambjóðendur þeirri skoðun sinni að ráð væri að stofna sérstakt ráðuneyti til að halda utan um öll verkefnin í kringum ferðaþjónustuna. Hingað til hefur varla mátt tala um að fjölga ráðherrum, af ótta við neikvæð viðbrögð kjósenda. En hugmyndinni um að fá ferðamálaráðherra var vel tekið.

 

Þetta ætti líka að auðvelda stjórnarmyndun, því þegar þrír eða fleiri flokkar ætla að sameinast um ríkisstjórn, þá er aldrei of mikið af ráðherraembættum. Þannig gæti ríkisstjórn undir forystu Sjálfstæðisflokksins t.d. fengið sex ráðherra, Viðreisn þrjá og Björt framtíð tvo. Í fjögurra flokka stjórn, sem varin væri falli af Samfylkingunni, gætu Vinstri græn fengið fimm ráðherra, Viðreisn þrjá, Píratar tvo og Björt framtíð einn.


Viewing all articles
Browse latest Browse all 2053