Rapparinn Erpur Eyvindarson mun skrifa minningabókina um Ásgeir heitinn Davíðsson, Geira á Goldfinger, sem greint var frá hér.
Það eru börn Geira sem hafa auglýst eftir skemmtilegum sögum af föður sínum látnum en þær eru fjölmargar til og sumar með ólíkindum.
Gott vinfengi var með Erpi og Geira og skemmti Erpur í fimmtugsafmæli Geira á sínum tíma en það þótti þá afmælisveisla ársins.