Þessi frétt birtist í ársfjórðungsritinu Hrepparíg undir fyrirsögninni Harmleikur í hreppi:
—
Kalmann oddviti varð fyrir því óláni að Ísbjörg ritari hækkað laun hans um 50%. Hann bað hana um 5% hækkun og í stutti máli fékk hún ákafan hnerra um leið og hún skrifaði 5 og eitthvað sem líktist núlli bættist við.
Séra Sigvaldi segir að “í prinsippinu” sé vont að skipta sér af þessu. Þetta sé gilt af því að Vermundur á Endajaxli sagði “Guð hjálpi þér” rétt í þann mund er hnerrinn gekki yfir. Því teljist þetta guðleg forsjón.
Nú verði hins vegar að skera niður hjá Haughúsasýslu hreppsins til að standa straum af þessar yfirnáttúrulegu launahækkun. Kaífas kennari ætlar að taka þrefalt jólafrí í mótmælaskyni.