Hún er ein sú efnilegsta og verður bráðum sjóðheit, söngkonan Bríet Ísis. Og nú syngir hún með söngfuglunum í Þrastaskógi í Grímsnesi:
Bríet Ísis og Rögnvaldur Borgþórsson spila í Þrastalundi um helgar ásamt Jakobi Gunnarssyni og Vasi Hunton. Þau spila tónlist sem gæti flokkast undir soul og jazz músík, ásamt því að þau setja þekkt popp- og rokklög í nýjan búning. Bríet Ísis og Rögnvaldur útsetja lögin á einstaklega skemmtilegan hátt, þannig að þau skapa kósý og notalega stemmningu.
Tónleikarnir eru á laugardögum klukkan 18:00 og þá eru eldofnarnir í Þrastalundi orðnir vel heitir og þéttpakkaðir pizzum frá Gömlu smiðjunni og krakkarnir fá ókeypis ís.
Ævintýralegur bíltúr fyrir alla fjölskylduna – 40 mínútur frá Reykjavík.