Bókin Forystufé eftir Ásgeir Jónsson frá Gottorp er að verða tískubókin í jólabókaflóðinu í endurútgáfu. Hún er þó aðeins svipur hjá sjón í samanburði við aðra bók eftir sama höfund sem fór víða og heitir Horfnir góðhestar.
Um hana segir gamall blaðamaður á Vísi:
“Þegar ég var í löggutékkinu á Vísi fyrir margt löngu hringdi ég oft í Svein Björnsson rannsóknarlögreglumann í Hafnarfirði til að afla frétta. Einn daginn var hann með grunaðan hrossaþjóf í varðhaldi og sá kvartaði undan því að honum leiddist. Sveinn lánaði honum umsvifalaust bókina Horfnir góðhestar.”