Breki Logason, fréttastjóri Stöðvar 2 um skeið, hefur söðlað um og stofnað ferðaþjónustufyrirtæki með bræðrum sínum.
“Við erum með jeppa og keyrum með túrista Gyllta hringinn og svoleiðis. Einhver verður að þjónusta alla þessa túrista,” segir hann glaður í bragði, ánægður í nýju hlutverki.
Breki var líklega yngsti fréttastjóri íslenskrar sjónvarpssögu en hætti fyrir liðlega tveimur árum þegar starf hans var lagt niður á Stöð 2.