Quantcast
Channel: Eiríkur Jónsson » Langar fréttir
Viewing all articles
Browse latest Browse all 2053

KRÓNPRINS ATVINNULÍFSINS FANNST Á SKRIFSTOFU FORMANNSINS

$
0
0

Halldór Benjamín, Björgólfur og Þorsteinn Viglundsson.

Samkvæmt áreiðanlegum heimildum er verið að ganga frá ráðningu framkvæmdastjóra Samtaka atvinnulífsins, starfi sem losnaði þegar Þorsteinn Viglundsson ákvað að fara í framboð fyrir Viðreisn. Nýi framkvæmdastjórinn heitir Halldór Benjamín Þorbergsson, maður sem víða hefur komið við í íslensku viðskiptalífi en starfar nú á skrifstofu Icelandair Group þar sem formaður Samtaka atvinnulífsins er forstjóri, Björgólfur Jóhannsson.

Björgólfur og nánustu samstarfsmenn hans í SA hafa leitað með logandi ljósi að eftirmanni Þorsteins Víglundssonar allt frá í september þegar Þorsteinn ákvað framboð og svo heppilega vildi til að Björghólfur fann krónprinsinn á eigin skrifsstofu.

Er töluverður kurr í mörgum atvinnurekendum vegna þessa ráðningferlis en fjölmargir sóttu um framkvæmdastjórastarfið en komu í raun aldrei til álita.

Halldór Benjamín er þekkt stærð í íslensku viðskiptalífi, súperstjarna að margra mati og var til dæmis fengin til að kynna skuldaleiðréttingu ríkisstjórnarnarinnar  sem fræg var og þá sagði Tryggvi Þór Herbertsson, verkefnastjóri skuldaleiðréttingarinnar í samtali við DV, spurður hvers vegna Halldór hefði fengið þetta hlutverk:

„Vegna þess að hann er einfaldlega sá besti sem ég þekki til að gera þetta.“

Frammistaða Halldórs Benjamíns vakti athygli og þótti skörugleg en hann flutti kynninguna á um hálftíma. Ýmsir áhorfendur spurðu sig hins vegar af hverju Halldór Benjamín væri flutningsmaður kynningarinnar á leiðréttingunni en einhverjir kannast við hann sem fyrrverandi hagfræðing Viðskiptaráðs.

Halldór Benjamín vann ekki að skuldaleiðréttingunni heldur var hann eingöngu fenginn til að útbúa kynninguna á henni og flytja hana að sögn Tryggva Þórs. „Hann var fenginn sérstaklega til þess að skoða tölurnar, útbúa kynninguna og kynna þetta,“ segir Tryggvi Þór og bætir við að hann og aðrir starfsmenn sem unnu með beinum hætti að leiðréttingunni hafi haft nóg annað að gera. „Verkefnastjórnin, ég og verkefnastjórarnir höfðum bara öðrum hnöppum að hneppa við að koma þessu á.“ Halldór Benjamín er annars starfsmaður Icelandair Group.

Þeir Tryggvi Þór og Halldór Benjamín störfuðu saman á árum áður innan Milestone-samstæðunnar. Tryggvi Þór var forstjóri fjárfestingarbankans Askar Capital, dótturfélags Milestone, en Halldór Benjamín var verkefnastjóri hjá Milestone.

 


Viewing all articles
Browse latest Browse all 2053