Håkan Juholt, fyrrverandi formaður sænska Jafnaðarmannaflokksins, hefur verið skipaður sendiherra Svíþjóðar á Íslandi.
Håkan þykir afar litríkur karakter og neyddist til að segja af sér formennsku eftir ýmsar skrautlegar uppákomur og hafði þá aðeins gegnt formennsku í tíu mánuði 2011 til 2012.