Sú saga flýgur um reykvíska tónlistarheiminn að Jónsi í Sigur Rós sé að kaupa Café Rosenberg á Klapparstíg, einn helsta tónlistarstað höfuborgarinnar og ætli að halda áfram sömu starfsemi og þar hefur verið um árabil.
Jónsi í Sigur Rós hefur verið stórtækur í fasteignakaupum í miðbæ Reykjavíkur og á þar margar eignir. En nú kveður við nýjan tón þegar hann veðjar á Café Rosenberg og tónlistarlífið sem þar hefur þrifist svo vel.
Ekki náðist í Þórð Pálmason eiganda Café Rosenberg við vinnslu fréttarinnar þar sem hann var staddur í afmælisveislu.