Quantcast
Channel: Eiríkur Jónsson » Langar fréttir
Viewing all articles
Browse latest Browse all 2053

HLAUPIÐ UTANVEGAR Í HEIMSKLASSA

$
0
0

Hengill Ultra hlaupið hefur verið haldið um hásumar síðustu fimm ár en hefur nú verið flutt á fyrsta laugardag í september. Það var gert til þess að færa hlaupið útúr allra hæsta ferðamanna álaginu þannig að erlendir keppendur eigi auðveldara með að tryggja sér flug til landsins og gistingu á svæðinu. Skipuleggjendur hafa verið að senda út kynningarefnið um hlaupið á erlenda hlaupamiðla. Erlendir hlauparar, vefmiðlar og hlaupatímarit eru nú þegar byrjuð að sína hlaupinu áhuga.

Markmið skipuleggjenda er að gera Hengill Ultra að skemmtilegasta utanvegahlaupi landsins með metnaðarfulla umgjörð fyrir keppendur og aðstandendur. Á næstu fimm árum ætla aðstandendur mótsins að gera það að þekktri stærð í hlaupasamfélögum í Evrópu, Bandaríkjunum og Kanada.

Upphaf hlaupsins og mótstjórn verður sem fyrr í hjarta Hveragerðis í lystigarði bæjarbúa og verður öllum vegalengdum haupsins startað þaðan. 100 og 83 kílómetra hlaupið verður ræst kl 04.00 að morgni. 50 km hlaupið verður ræst kl 9:00. Ræsing í 24 km hlaupið er klukkan 13:00 og 10 km og 5 km hlaupin verða ræst kl 14:00.

Hlaupið er upp Reykjadalinn, upp á Hellisheiði og inn að Hengli og upp hann og er útsýnið þaðan algjörlega einstakt á góðum degi og þessi hlaupaleið einhver sú alfallegasta sem hægt er að finna á Íslandi. Í 5 og 10 kílómetra hlaupunum verður hlaupið meðfram Hamrinum einu af fegurstu kennileitum Hveragerðis í gegnum skógivaxið svæðið fyrir ofan bæinn.

Heilmikið verður í boði fyrir fjölskyldur hlaupara og þá sem fylgja hlaupurunum í Hveragerði þennan dag. Blásið verður til sannkallaðrar fjölskylduveislu með tónlist og leiktækjum. Sögugöngur, grænmetis- og blómamarkaður eru einnig á meðal þess sem boðið verður uppá og hvetja skipuleggjendur hlaupsins alla til að mæta.

Skráning hefst laugardaginn 6. maí nk.


Viewing all articles
Browse latest Browse all 2053