Melania Trump, forsetafrú Bandaríkjanna, er að finna taktinn við þær skyldur sem á henni hvíla í Hvíta húsinu.
Um helgina opnaði hún útivistargarð við einn þekktasta barnaspítala heims í Washington þar sem sjúklingarnir geta notið útivistar við bestu hugsanlegu skilyrði.
Forsetafrúin heillaði börnin og lék við þau án tilgerðar eða áreynslu. Hún heillaði þau.