Borist hefur athugasemd frá dr. Ólafi Grími Björnssyni vegna fréttakorns sem hér birtist um tengsl íslenskrar stafsetningar og súrrealisma:
—
Góðan daginn. Viðvíkjandi íslenzka stafsetningu og súrrealismann, þá er höfundur þeirra samlíkingar Sigurður Pálsson, skáld og rithöfundur, sbr. “Táningabók” hans, Rvk 2014, bls. 60. Ég er það alls ekki, þótt ég hafi vitnað til samlíkingarinnar án þess að geta heimildar í lausaspjalli í Vesturbæjarlaugarpotti. Rétt væri, að þetta yrði leiðrétt;
– með beztu kveðjum, ógb.