Quantcast
Channel: Eiríkur Jónsson » Langar fréttir
Viewing all articles
Browse latest Browse all 2053

KÓNGURINN Á HÁLENDINU

$
0
0

Steini pípari (Icerock) sendir myndskeyti og veltir vöngum:

Hver á að hafa vald yfir hálendinu og þeim þjóðgörðum sem þar eru og verða í framtíðinni?

Ég hef fjallað um þessa spurningu nokkrum sinnum. Mér finnst ófært að hvert sveitarfélag hafi vald yfir sínum hluta vegna þess að þá er ekkert samræmt skipulag. Mér finnst ófært að einn stjórnandi þjóðgarðs verði gerður að einvaldi um ferðir um hálendisslóða. Það er ólýðræðislegt og algjörlega ófært að svo mikilvægt mál sé háð hentistefnu eins manns. Ef ráð skipað af ríkinu hefði þessi völd er hætta á að verði ekki samræmi milli einstakra ríkisstjórna í ákvarðanatöku og þessi mál valdi sífeldu þrasi.

Ég varpa fram þeirri hugmynd að sveitafélög í sameiningu fari með þessi völd – skipi ráð sem þá er væntanlega með nokkuð breið sjónarmið þar sem sömu flokkar eru ekki við völd í þeim öllum. Þá yrðu settar reglur um samráð við hagsmunaaðila svo sem ferðafélög og þjónustuaðila ferðamanna. Það er ekkert kerfi fullkomið.

Hálendið er verðmætt og best að sem flest sjónarmið komi að skipulagi þess.


Viewing all articles
Browse latest Browse all 2053