“Já, veistu um íbúð,” segir dægurstjarnan og vefdrottningin Elly Ármanns spurð um hvort þau Freyr Einarsson, fyrrum sjónvarpsstjóri Stöðvar 2, séu skilin eftir áralangar samvistir.
Í framhaldinu auglýsir Ellý eftir íbúð með þessum orðum:
“Kæru vinir – ég er að leita að 2 herbergja langtíma leiguíbúð í Rvk. Væri þakklát ef sendið mér skilaboð í inbox hér á fb ef vitið um sælureit.”
Á meðan allt lék í lyndi bjuggu Ellý og Freyr ásamt fjölskyldu í stórhýsi í Hörgshlíð sem vakti athygli fyrir smekklega hönnun – en ekki lengur.